KOMA ÚR ÓLÍKUM ÁTTUM EN SAMEINUÐUST Í PASHN

0

Ragnhildur Veigarsdóttir og Ása Bjartmarz skipa dúettinn PASHN.

PASHN er íslenskt popp-elektrónískt dúó en hljómsveitina skipa Ragnhildur Veigarsdóttir og Ása Bjartmarz. Þær stunda báðar nám við Skapandi Tónlistarmiðlun í Listaháskóla Íslands en hafa báðar verið lengi í tónlistarnámi.

Hvorugar eru aldar upp á Íslandi, Ragnhildur ólst upp í Los Angeles til átján ára aldurs en flutti ein til Íslands eftir að hún útskrifaðist frá „high school“ og fór þá í MH og FÍH, þar sem hún lærði djasspíanó og djasssöng. Ása ólst upp í Skåne í Svíþjóð þar til hún var átján ára gömul en flutti þá til London og stundaði nám við BIMM háskóla í Popular Music Performance en kom til Íslands þegar hún var tvítug.

Guðni og PASHN í Hljóðheimum.

Stelpurnar kynntust í Listaháskólanum og byrjuðu að semja tónlist saman fyrir rúmlega ári síðan. Stöllurnar byrjuðu að semja Lagið „Weathering a Storm“ fyrir tæpu ári síðan en kláruðu það með hjálp Guðna Einarssyni í Hljóðheimum.

Blásið verður til heljarinnar tónleika miðvikudaginn 22. Mars næstkomandi en ásamt PASHN koma fram Futuregrapher og Magnetosphere.

Skrifaðu ummæli