KOMA FRAM ÁSAMT HLJÓMSVEITUM, SAMAN OG SITT Í HVORU LAGI

0

Teitur Magnússon og Indriði koma fram ásamt hljómsveitum, saman og sitt í hvoru lagi, á Húrra í kvöld fimmtudag 28. September. Kynnir kvöldsins er sviðlistamaðurinn Bragi Arnason. Húsið opnar kl 20:00, dagskráin hefst kl 21:00 og aðgangseyrir er 2.000 kr.

Teitur Magnússon ætti að vera íslenskum tónlistarunnendum að góðu kunnur en fyrsta plata hans undir eigin nafni, 27, fékk frábærar viðtökur bæði hlustenda og gagnrýnenda er hún kom út síðla árs 2014. Hljómplatan var tilnefnd til Norrænu tónlistarverðlaunanna sem og þeirra íslensku. Áður hafði Teitur gert garðinn frægan sem söngvari og lagahöfundur í reggae-sveitinni Ojba Rasta. Von er á nýrri plötu frá Teiti í vetur.

Tónlistarmaðurinn Indriði gerði garðinn frægann með hljómsveitinni Muck en í dag hefur hann verið að byggja upp sólóferilinn sinn en platan hans Makril en það er Figureight Records sem gefur plötuna út. Von er á nýrri plötu frá kappanum en hún mun vera að mestu leiti á ensku og er að hans sögn meira dark!  

Facebook viðburðinn má sjá hér.

Skrifaðu ummæli