KÓLGA MEÐ TÓNLEIKA Á RÓSENBERG 24. FEBRÚAR

0

plakat 2016

Hljómsveitin Kólga mun troða upp með blöndu af þjóðlagatónlist og frumsömdu efni þann 24. febrúar á Café Rósenberg. 

Kolga_net_08

Kólga tók að mótast síðla árs 2014, þegar þeir Helgi Þór Ingason (harmonikka/söngur), Jón Kjartan Ingólfsson (kontrabassi/söngur) og Magni Friðrik Gunnarsson (gítar/söngur) ákváðu að reyna að setja saman bluegrass hljómsveit. Það tókst ekki betur en svo að Kólga varð alveg óvart mun fjölbreyttari sveit en svo að hægt væri að tjóðra hana á einn bás.
Kolga_net_07

Þegar þetta samstarf hafði varað í nokkra mánuði áttuðu þeir sig á því að eitthvað vantaði meira og enduðu á því að finna Kristínu Sigurjónsdóttir (fiðla/söngur) og þá varð Kólga loks fullskipuð.
Kolga_net_09

Hér má sjá og heyra Kólgu spreyta sig á gömlum bluegrass slagara, Blue Train, við íslenskan texta Helga Þórs, „Hér á Fróni.“:

Tónleikarnir hefjast kl. 21:00 og verður miðaverð við inngang kr. 2.000, en hægt verður að kaupa miða í forsölu beint af meðlimum sveitarinnar á kr. 1.500. Sendið upplýsingar á netfangið kolgaband@gmail.com og mun einhver meðlima í framhaldi vera í sambandi.

Hér er aftur dæmi um frumsmíð úr þeirra ranni, lag Helga Þórs við ljóð Jóns Árnasonar frá Syðri-Á, „Á landleið“:

Comments are closed.