KLIPPTI ÚT SETNINGAR OG FRASA ÚR KVIKMYNDINNI MYRKRAHÖFÐINGJANUM

0

Tónlistarmaðurinn Siggy Banzela sem kom áður fram undir nafninu Youth Of Babylon var að senda frá sér nýtt lag sem nefnist „Myrkrahöfðinginn (fram til orustu).“

„Ég er búinn að vera að vinna að laginu síðan í júní. Datt ekkert í hug varðandi vókal eftir endalausar tilraunir. Svo datt mér í hug að klippa út setningar og frasa úr uppáhalds íslenskri mynd minni úr æsku, Myrkrahöfðingjanum eftir Hrafn Gunnlaugsson. Þetta er mynd um galdraofsóknir og lagið sjálft er göldrum líkt, grípandi með öflugu kicki og bassa og góðu grúúvi.“  – Siggy Banzela

Siggy Banzela stofnaði sólóverkefnið sitt í janúar árið 2017 og leggur áherslu á deep house og house tónlist almennt en hann fær einnig til sín gestasöngvara af og til í lögin sín en syngur almennt sjálfur með góðum árangri.

Siggy Banzela sendi frá sér lag og myndband ekki fyrir svo löngu sem ber heitir „Slave for you“ og má nálgast lagið á spotify og itunes. Kappinn flutti inn tökumann alla leið frá Berlin í Þýskalandi til að taka myndbandið upp en það var tekið upp í bílskúr og í gömlu fjósi á Býli andans eða Torfastöðum í Grafningnum.

Hér má heyra lagið „Myrkrahöfðinginn (fram til orustu).“ Fylgist svo vel með því í næstu viku fáum við að sjá og heyra nýtt lag og myndband frá Siggy Banzela en Þjóðverjinn Felix Jakel stendur einnig á bak við gerð þess myndbands.

Skrifaðu ummæli