KLIPPTI HREYFIMYNDIRNAR SAMAN ÞANNIG ÞÆR PÖSSUÐU VIÐ LAGIÐ

0

Signal The Wolves er heitið á sóló verkefni Jóns Dal en þetta er fyrsta sóló platan sem hann sendir frá sér. Platan sjálf ber heitið Phoenix og fékk Jón aðstoð góðra vina úr öðrum hljómsveitum að spila á gítar í nokkrum lögunum á plötunni, en það eru þeir Sindri Snær Thorlacius og Ingi Þórisson. Jón flytur, tekur upp og hljóðblandar öll lögin sjálfur.

Jón Dal. Ljósmynd/Aðalsteinn Guðmundsson

Jón var einnig að senda frá sér myndband við fyrsta lagið á plötunni sem nefnist „The River.“ Myndbandið er byggt á hugmynd sem Jón fékk eftir að hafa uppgötvað hinn frábæra listamann Yaroslav Gerzhedovich, frá Rússlandi.

„Ég keypti afnotarétt að myndunum til þess að nota í myndbandið og lýsti hugmyndinni minni fyrir teyminu á bak við Baby Dragon Studio sem síðan gerðu sér lítið fyrir og bjuggu til hreyfimyndir úr verkunum. Síðan klippti ég hreyfimyndirnar saman þannig að þetta passaði allt við lagið.“ –  Jón Dal

Annað lagið á plötunni nefnist „Arachnida,“ en þar fékk Jón til sín hæfileikaríkan strengjahljóðfæraleikara frá Rússlandi að nafni Maria Grigoryeva til að spila á selló, fiðlu og víólu. Aðalsteinn Guðmundsson aðstoði svo með upptökur og hljóðblöndun og segir Jón sú vinna vera ómetanleg.

Skrifaðu ummæli