Klippa ársins 2017 er komin á netið – Ný mynd væntanleg í Október!

0

Halldór Helgason er einn fremsti snjóbrettakappi heims!

Eins og flest allir vita er Akureyringurinn Halldór Helgason einn fremsti snjóbrettakappi heims en snjóbrettatímaritið Transworld Snowboarding var að senda frá sér klippuna (partinn) hans úr myndinni Arcadia sem kom út í fyrra. 2017 var heldur betur viðburðarríkt ár hjá Halldóri en að mati Transworld Snowboarding var þessi partur valin klippa ársins 2017 og Onboard magazine valdi Halldór besta evrópska snjóbrettamann ársins!

Arcadia er vægast sagt rosalegt meistarastykki og er parturinn hans Halldórs gjörsamlega eitthvað annað en við áhorfendur eigum að venjast! Við bíðum spennt eftir næstu mynd úr smiðju Transworld Snowboarding The Future Of Yesterday sem kemur úr 10. Október næstkomandi!  

Við mælum eindregið með að þið skellið á play, þetta mun klárlega koma ykkur af stað á þessum gráa mánudegi!

Hér fyrir neðan má sjá stiklu úr myndinni The Future of Yesterday:

Skrifaðu ummæli