KLASSSÍSKUR BENZ, BOLABÍTUR OG ENDALAUS VEGUR

0

soffia-bjorg-press-photo-final

Tónlistarkonan Soffía Björg sendir nú frá sér nýtt lag og myndband sem frumflutt/frumsýnt var á tónlistarsíðunni áhrifamiklu Stereogum. Lagið er „The Road“ og er annað lag Soffíu af væntanlegri frumraun hennar sem kemur út á næsta ári sem Ben Hillier (Blur, Elbow, Doves, Graham Coxon) stjórnaði upptökum á í Sundlauginni í Mosfellsbæ.

soffia-bjorg-the-road-single-cover-final

Tónlistarfólkið Pétur Ben, Ingibjörg Elsa og Kristofer Rodriquez spiluðu inn á lagið með henni og leikstjórn myndbandsins var í höndum Melvin Krane & Associates.

Skrifaðu ummæli