Klassískur, tilraunakenndur og poppaður kokteill

0

Gyða Valtýsdóttir var að senda frá sér plötuna G Y Ð A – Evolution. Platan er fyrsta plata Gyðu sem inniheldur hennar eigin lagasmíðar, en síðasta plata hennar Epicycle innihélt eldri tónsmíðar tónskálda á borð við Messiaen og Schubert í nýjum búning. Gyða hlaut Íslensku tónlistarverðlaunin fyrir plötu ársins fyrir Epicycle.

Evolution kemur út í september á vegum figureight og kveður þar við nýjan tón. Á plötunni blandast saman hið klassíska, hið tilraunakenda og hið poppaða svo úr verður kokteill sem aðeins Gyða gæti blandað. Platan var tekin upp á 10 dögum í Los Angeles og New York og auk Gyðu var það Alex Somers sem pródúseraði. Aðrir sem komu að gerð plötunnar voru Úlfur Hansson, Albert Finnbogason, Shahzad Ismaily, Aaron Roche og Julian Sartorius.

Gyða er sem stendur á tónleikaferðalagi ásamt Damien Rice.

Nú hefur Gyða sent frá sér fyrsta lag plötunnar sem nefnist „Moonchild.“ Einnig er komið út myndband við lagið, leikstýrt af Rebekku Rafnsdóttur. Myndbandið var tekið upp á Íslandi og í hafmeyju-skrúðgöngu í Coney Island, New York.

Gyða er sem stendur á tónleikaferðalagi ásamt Damien Rice, en það er heldur betur sérstakur túr þar sem þau eru á bát og sigla milli tónleikastaða á Ítalíu og Spáni. Tvennir tónleikar eru eftir, á Mallorca 2. ágúst og Menorca 7.ágúst.

Hér fyrir neðan er hægt að forpanta plötuna á vínyl og sem niðurhal, en þá fylgir lagið „Moonchild” með samstundis og platan verður send til kaupanda á útgáfudegi.

 

INSTAGRAM

Skrifaðu ummæli