KÍTON OG KEX HOSTEL TAKA HÖNDUM SAMAN / SÓLEY, ÞÓRUNN ANTONÍA OG HILDUR Í KVÖLD 18.MAÍ

0

stelpur

KEX Hostel hefur frá opnun 2011 lagt mikla áherslu á lifandi tónlist og hefur fjöldi íslenskra og erlendra tónlistarmanna komið fram á KEX. Samstarfið með KÍTÓN undirstrikar og styrkir enn frekar tengsl KEX Hostel við fjölda listamanna og það er svo sannarlega mikið gleðiefni að tengjast KÍTÓN og munu KEX og KÍTÓN bjóða uppá mánaðarlega tónleika undir yfirskriftinni KEX+KÍTÓN. Arion Banki er bakhjarl tónleikaraðarinnar.

kex

KÍTÓN stendur fyrir konur í tónlist og er tilgangur félagsins að skapa jákvæða umræðu, samstöðu og samstarfsvettvang meðal kvenna í tónlist. Þeim tilgangi er náð með auknum sýnileika, viðburðum og stöðugu samtali við tónlistarkonur á Íslandi. Samstarf KÍTÓN við KEX Hostel og Arion Banka rennur enn fremur stoðum undir það góða starf sem KÍTÓN er að vinna. Með tilstuðlan KÍTÓN er umræðan um stöðu kvenkyns laga- og textahöfunda jafnt sem flytjenda orðin fyrirferðameiri en hún hefur verið undanfarna áratugi. Félagið fer þvert á allar tónlistarstefnur, strauma, bakgrunn, menntun og jafnvel má sjá konur í félaginu sem starfa við tónlist sem umboðsmenn eða hafa atbeini eða starfa af tónlistargeiranum. Félagið fer ört stækkandi og eru nú um 246 félagskonur skráðar.

kítón

Fyrstu tónleikarnir verða haldnir á KEX Hostel í kvöld 18.maí kl. 20:00. Tónlistarkonurnar sem fram koma eru Sóley, Þórunn Antonía og Hildur og eru þær allar meðlimir í KíTON.

Sóley
Sóley Stefánsdóttir er ein af okkar fremstu tónlistarkonum, en hún á sér stóran aðdáendahóp um allan heim. Sóley gaf nýverið út sína aðra sólóplötu Ask The Deep sem hefur fengið lofsamlega dóma bæði hér heima og erlendis.

18 Hildur

Hildur sem einnig er söngkona Rökkurró, gaf út sitt fyrsta sólóverkefni á dögunum, lagið „I’ll walk with you“ sem fór strax á toppinn á vinsældarlista Rásar 2 og hljómar nú á öllum útvarpsstöðvum landsins.

18 Þórunn Antonía

Þórunni Antoníu þarf vart að kynna, en hún gaf nýverið út sína þriðju sólóplötu í samstarfi við Bjarna M. Sigurðsson. Þórunn Antonía hefur unnið með mörgum af fremstu tónlistarmönnum heims auk þess að vera meðlimur í hljómsveitunum Junior Senior og Fields.

Frítt er inn á þessa fyrstu tónleika KíTON og KEX Hostel.

kl. 20:00 Sóley
kl. 21.00 Þórunn Antonía
kl. 22.00 Hildur

Comments are closed.