KIRIYAMA FAMILY FAGNAR ÚTGÁFU PLÖTUNNAR WAITING FOR…

0

Hljómsveitin Kiriyama Family gaf nýverið út sína aðra breiðskífu sem ber nafnið Waiting For… Platan er búin að vera þó nokkur ár í vinnslu og hafa þegar nokkur lög fengið að hljóma í útvarpi landsmanna og sat meðal annars lagið „Apart” á toppi vinsældarlista rásar 2 í þó nokkurn tíma.

Útgáfunni verður síðan fylgt eftir með veglegum útgáfutónleikum á morgun föstudagskvöldið 23.júní í Tjarnarbíói. Þar kemur fram fjöldin allur af gestaleikurum til stuðnings fjölskyldunni. Meðal annars mun Ásgeir Óskarsson Stuðmaður sjá um slagverk og Einar Þór gítarleikari Dúndurfrétta mun spila nokkra vel valda tóna ásamt leynigesti. Upphitun kvöldsins er síðan í höndum nýkrýndra sigurvegara músiktilrauna, Between Mountains. Hægt er að nálgast miða á tónleikana á midi.is

Skrifaðu ummæli