KINGKILLER SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „UNHOLY ECSTACY“ OG SPILAR Á TÓNLEIKUM 19. MARS

0

KINGKILLER

Hljómsveitin Kingkiller er rokkhljómsveit frá Reykjavík sem var stofnuð árið 2015 en sveitin var að senda frá sér lagið „Unholy Ecstacy.“ Sveitin kemur að mestu leiti úr breiðholti og spilar hún þétt rokk og ról. Meðlimir Kingkiller eru trymbillinn Ási Jó, bössungurinn Ágúst Þór og syngjandi spýtuleikarinn Símon Vestarr.

Ef þig langar að svitna og hlusta á alvöru rokk og ról þá blæs sveitin til heljarinnar tónleika þann 19. Mars næstkomandi á Dillon.

Hér má sjá ansi skemmtilega kynningu á hljómsveitinni og einnig er hægt að hlusta á lagið „Unholy Ecstacy:“

Comments are closed.