KIASMOS Á PALOMA Í KVÖLD

0

kiasmos

Mikið stuð verður á skemmtistaðnum Paloma í kvöld þegar snillingarnir í Kiasmos stíga á stokk og þeyta skífum. Kiasmos bræður þá Ólaf Arnalds og Janus Rasmussen þarf vart að kynna en þeir hafa verið viðloðandi hinar ýmsu tónlistarsenur hérlendis sem og erlendis um árabil.

KIASMOS3

Ólíkar rætur þessara tónlistarsnillinga hefur óvænt leitt þá saman til að skapa frábæra blöndu af techno, kvikmyndatónlist og dubbi, sem hefur unnið þeim inn virðingu og vinsemd um víðan völl.

Allir dansþyrstir hipsterar og annar óþjóðalýður ættu drífa sig á Paloma í kvöld til að skekja sína skanka og hafa gaman!

Frítt er inn og byrja herlegheitin kl 23:00 og stendur stuðið til kl ? Benni Mogesen spilar á undan og kemur mannskapnum í réttan gír.

Hér má sjá Kiasmos spila live hjá KEXP

Comments are closed.