KGB SENDIR FRÁ SÉR REMIX AF LAGINU „BREATHE“ MEÐ MR. SILLA

0

kgb silla

Tónlistarkonan Mr. Silla eða Sigurlaug Gísladóttir sendi frá sér breiðskífuna Mr. Silla á dögunum og hefur hún vægast sagt fengið frábærar viðtökur. Lagið „Breathe“ af umræddri plötu hefur hljómað á öldum ljósvakans að undanförnu og hefur það vakið verðskuldaða athygli.

Á dögunum kom út remix af laginu en það er snillingurinn Kristinn Gunnar Blöndal sem á heiðurinn af því og gerir hann það listarlega vel! KGB eins og hann er kallaður er enginn nýgræðingur þegar kemur að tónlist en hann hefur komið víða við á löngum viðburðaríkum ferli.

Frábært remix af frábæru lagi, hækkið og njótið gott fólk!

 

Comments are closed.