KEXREIÐ HALDIN Í FJÓRÐA SINN Á KEX HOSTEL NÆSTKOMANDI LAUGARDAG 4. JÚNÍ

0

Kexreið

KexReið 2016 er hjólreiðakeppni Kex Hostel og Kria Cycles. Keppnin verður haldin í fjórða sinn laugardaginn 4. júní næstkomandi. Ákveðið hefur verið í ár að bæta við flokki og bjóða uppá B flokk.

Kexreið

Kexreið

KexReið fer fram í Skuggahverfinu um braut sem liggur um Skúlagötu og Hverfisgötu. Hjólað verður niður Hverfisgötu, Klapparstíg, Skúlagötu og Barónsstíg. Keppendur verða ræstir út kl. 17:00 við almenningsgarð Kex Hostel sem í daglegu tali er kallaður Vitagarður. Startið er hópstart og það má drafta milli hópa. Hringurinn í ár er 1.45 kílómetri sem er örlítið styttri en undanfarin ár og er það vegna framkvæmda á Hverfisgötu.

Kexreið

Kexreið

Hámarksfjöldi keppenda í KexReiðinni í ár eru eitthundrað. Skráning fer fram í gegnum heimasíðu Hjólamóts.is. Til 2. júní er skráningargjaldið kr. 4.000 og frá 2. júní til 3. júní er skráningargjaldið kr. 6.000. Skráningargjald er ekki endurgreitt nema að mótið fallið niður.

Kexreið

Kexreið

A flokkur hjólar 20 hringir eða um 30 km. Startar klukkan 17:00

B flokkur hjólar 14 hringi eða um 20 km. Startar klukkan 16:00

Keppendur er ekki hringaðir út en keppni líkur hjá kk þegar fyrsti karlmaðurinn kemur í mark og hjá kvk þegar fyrsta konan kemur í mark.  Veitt eru verðlaun fyrir fyrstu þrjú sætin í kvenna- og karlaflokki.

Kexreið

Kexreið

Til að tryggja öryggi keppenda sem og annarra vegfarenda á keppnissvæði verður götulokanir og öryggisgæsla allan keppnishringinn.  Öryggisgæslan verður í áberandi klæðnaði og ætti ekki að fara fram hjá neinum.

Kexreið

Kexreið

Keppnin er áhorfendavæn og er fólk hvatt til að mæta og hvetja keppendur. Eftir keppni mun plötusnúður þeyta skífum í portinu bakvið KEX Hostel.

Kexreið

þeir sem eru skráðir og hafa áhuga á að fara í B flokk vinsamelga sendið tölvupóst á keppnisstjóra. Keppni sem þessi er frábært tækifæri til þess að æfa sig að hjóla í hóp og skemmtilegt hópefli fyrir liðin sem ætla að keppa í WOW cyclothon. Ef Allir úr liðinu skrá sig er 20% afsláttur af skráningargjaldi. Til að skrá lið sendið þið póst á keppnisstjóra.

Kexreið

Helstu samstarfsaðilar keppninar eru Höfuðborgarstofa, Vodafone, Valitor, Hjálparsveit Skáta í Kópavogi, Kormákur & Skjöldur, Farmers Market, Geysir, JÖR, Hverfisgata 12 Veitingastaður, Mikkeller & Friends Reykjavík,

Reiðjólaverzlunin Berlín og Vífilfell.

Aldurstakmark er 16. ára

Hér er myndband frá KEXReið 2014:

Comments are closed.