KEX DISKÓTEK Á SÍÐASTA DEGI ICELAND AIRWAVES

0

Samúel Jón Samúelsson Big Band

Dansþáttur þjóðarinnar, Party Zone, blæs í heljarinnar dansveislu á KEX Hostel næstkomandi sunnudag á síðasta degi Iceland Airwaves.  Nokkrir af frambærilegustu skífuþeyturum og dansmúsíkköntum koma fram á KEX Diskótek sem stendur frá kl. 14:00 til 23:00.

Fram koma: Samúel Jón Samúelsson Big Band, Lagaffe Tales, DJ Yamaho o.fl.

Lagaffe Tales

DJ Yamaho

Það má búast við miklum svita og miklu stuði á þessum síðasta degi hátíðarinnar og hápunkturinn verður án efa þegar Samúel Jón Samúelsson telur í nokkrar vel valdar dansperlur.

6-party-zone

Dagskráin á KEX Diskótek:

14:00 Subminimal
15:30 Hexagon Eye
16:45 Andres Nielsen vs. Ewok
18:15 Lagaffe Tales
19:30 Dj YAMAHO & Guests
21:30 Samúel Jón Samúelsson Big Band

Frítt er inn og allir velkomnir á meðan húsrúm leyfir. Styrktaraðilar KEX Diskótek eru Bríó og Brennivín.

Comments are closed.