KEREN ANN HELDUR EINSTAKA TÓNLEIKA Í BJÓRGARÐINUM Á FOSSHÓTEL

0

Keren Ann_Amit Israeli5

Hin rómaða söngkona og lagahöfundur Keren Ann mun halda einstaka órafmagnaða tónleika í Bjórgarðinum á Fosshótel Reykjavík þann 23. Ágúst næstkomandi. Er þetta mikill fengur þar sem Keren Ann hefur verið að fylla tónleikasali um allan heim síðustu misseri. Þetta eru fyrstu einkatónleikar Keren Ann á Íslandi og munu þeir vera einægir og órafmagnaðir. Síðast kom hún fram hér á landi með samstarfsverkefni hennar og Barða Jóhannssonar, Lady & Bird, og léku þau fyrir fullu Háskólabíói ásamt Sinfóníuhljómsveit Íslands og kór.

Tónleikarnir verða eingöngu fyrir boðsgesti en það verður aðeins hægt að nálgast boðsmiða með því að hlusta á Poppland á Rás 2 og taka þátt í leik á Facebook síðu Bjórgarðsins. Þar sem Bjórgarðurinn rúmar innan við hundrað manns er ljóst að færri munu komast að en vilja. Fylgstu því vel með Popplandi á RÁS 2 og á Facebook síðu Bjórgarðsins og þú gætir nælt þér í miða á þessa einstöku tónleika.

karen ann

Ferill Keren Ann er einstaklega glæsilegur. Hún gaf út sína sjöundu sólóplötu fyrr á árinu hjá útgáfunni EMI/Capitol og hefur platan fengið hreint út sagt frábærar viðtökur. Nokkrir af þekktustu tónlistarmönnum heims leikið lög Keren Ann svo sem Iggy Pop,  David Burns (Talking Heads) auk frönsku dívanna Jane Birkin, Francoise Hardy og Silvie Vartan. Ásamt því hefur hún samið tónlist í bíómyndir og ekki fyrir svo löngu heyrðist lagið „Lay Your Head Down“ í auglýsingum tískurisans H&M.

http://kerenann.com/

http://www.bjorgardurinn.is/

Comments are closed.