KEMUR STERKUR INN EFTIR NOKKURRA ÁRA PÁSU

0

Tónlistarmaðurinn Pétur Eggerz var að senda frá sér sína fyrstu EP plötu sem nefnist, 1EGGERZ. Pétur hefur verið að rappa og gera takta síðan á unglingsárunum og gaf hann þá út lagið „Hendur Upp í Loft“ sem vakti mikla lukku.

„Platan er mjög persónuleg og frekar “existencialísk,“ nokkurskonar sneiðmynd af mínu lífi seinustu þrjú árin bæði sem Breiðhiltingur og sem vel virkur þáttakandi í kapítalísku samfélagi.“

Eftir að Pétur sendi frá sér lagið „Hendur Upp í Loft“ árið 2014, ákvað hann að hætta gefa út tónlist og fókusa alveg á feril sinn í auglýsingum alveg þar til núna!

Skrifaðu ummæli