KEMUR FRAM Á EINUM VINSÆLASTA KLÚBBI HEIMS

0

13490599_10154361121238258_1443092047926932059_o

Natalie Gunnarsdóttir eða Dj Yamaho eins og hún er iðulega kölluð er einn helsti Techno plötusnúður landsins og þó víðar væri leitað! Djúpir tónar og taktfastur bassi streyma úr vitund hennar sem fær hvert mannsbarn til að gleyma stað og stund.

Um árabil hefur Dj Yamaho tryllt landann með tónlist sinni en hún er afar lunkinn við að skapa rafmagnað andrúmsloft sem er algjörlega ómótstæðilegt.

Berghain er einn stærsti og vinsælasti klúbbur heims en hann er staðsettur í Berlín og laðar að sér fleiri hundruð gesti í viku hverri! Berghain er algjörlega sér á báti en inni á staðnum eru engir speglar (ekki einu sinni á klósettinu) og engir fínir kokteilar heldur bara framúrskarandi hljóðkerfi, gott fólk og dúndrandi stemming!

yamaho-2

Þann 8. Desember næstkomandi leggur Natalie (Dj Yamaho) land undir fót og herjar á berlínarbúa. Ástæða ferðalagsins er sú að hún kemur fram á Berghain 10. Desember. Þetta telst mikill heiður enda einn stærsti og vinsælasti klúbbur heims og afar erfitt er að fá gigg þar!

Natalie er gríðarlega spennt fyrir herlegheitunum en Albumm.is náði tali af henni og svaraði hún nokkrum skemmtilegum spurningum.

Hvernig kom það til að þú varst fengin til að spila á Berghain/Panorama?

Já gaman að þú skyldir spyrja. Ég var að spila á kaffibarnum og bókarinn fyrir þennan klúbb var í fríi á Íslandi og sá og heyrði mig spila. Í kjölfarið bókaði hann mig.

Ertu búin að ákveða settið þitt og við hverju má fólk búast?

Nei ég er ekki búin að gera það. Ég er að taka saman tónlist sem ég myndi hafa áhuga á að spila en ég veit aldrei hvað ég mun spila sem gerir starf mitt spennandi. Ég er mjög næm manneskja og ég vinn alltaf mjög mikið með orkuna sem er í salnum hverju sinni. Það gerir út um það hvað ég spila hverju sinni.

yamaho

Hefurðu komið á Berghain áður og hvernig legst þetta í þig?

Já ég hef komið þangað margoft, þannig að þetta er frekar súrrealískt fyrir mig. En ég verð að vera raunsæ og vera fagmannleg þegar kemur að þessu giggi. Ég er bókuð af því þeir hafa trú á því að ég geti haldið uppi stuði og það er akkúrat það sem ég mun gera.

Berghain er einn heitasti Techno klúbbur heims, er engin pressa að koma þar fram?

Að sjálfsögðu er þetta pressa en bara af því að ég veit að það er svo mikið af Íslendingum sem ætla að koma þangað. Berlín er stútfull af íslendingum þannig að þetta verður algert íslendinga reunion þessa helgi. Þetta er gríðarlega stór staður og mikið af fólki sem sækir hann!

Á ekki að kveikja í kofanum?

15271295_10154877547158258_1455823455_o

Það er stefnan. Ég er ekki þekkt fyrir annað en að gera gott partý. Ég bað um fjóra tíma sem er óvenjulegt fyrir hinn venjulega dj af því ekki allir geta valdið því. Ég er aftur á móti vön því að spila hér þannig að það verður ekkert mál. Eina sem skiptir mig máli er að spila Íslenska danstónlist og vera land og þjóð til sóma…meira bið ég ekki um.

Eitthvað að lokum?

Ekkert annað en stanslaust stuð að eilífu!

Skrifaðu ummæli