KATRÍN SENDIR FRÁ SÉR DANSSMELL

0

black top closer

Lagið „Take Control“ er komið í spilun á Íslenskum útvarpsmiðlum, en þetta er annað lagið af nýrri smáskífu frá söngkonunni Katrínu Ýr Óskarsdóttur.

Katrín Ýr er búsett í London og hefur starfað þar við tónlist síðasta áratug. Hún er poppsöngkona, lærði við The Institute of Contemporary Music Performance og sinnir þar kennslu í söng og framkomu nú, ásamt því að semja og syngja bæði fyrir sjálfa sig og aðra listamenn.

kat5lo

„Take Control“ er annað lagið af smáskífunni Heard It All Before sem nýlega kom út á öllum helstu tónlistarveitum. Þetta er grípandi sumarlag, blanda af poppi og drum‘n bass stíl og hefur fengið mikil og góð viðbrögð.

Hægt er að fylgjast með Katrínu Ýr á samfélagsmiðlunum YouTube, Snapchat og Facebook undir nafninu „Introducing Kat“ og þar má sjá hvernig hún lifir og hrærist í tónlistarbransanum í London en hún er mjög önnum kafin þessa dagana og tekst á við fjölbreytt verkefni.

https://www.facebook.com/IntroducingKat/

https://www.instagram.com/introducingkat/

http://twitter.com/introducingkat

https://soundcloud.com/IntroducingKat

Comments are closed.