KATRÍN MEÐ ÚTGÁFUTÓNLEIKA Á ÍSLANDI

0

katrin2

Katrín Ýr Óskarsdóttir er Reykvíkingur en hefur búið og starfað í London síðustliðin 10 ár. Í London hefur hún helgað líf sitt söngnum, á þeim tíma hefur hún starfað með fjölda tónlistarmanna á borð við Jamie Cullum, Tim Rice, Aggro Santos, Senser, Cock’n’Bull kid (Moshi Moshi records), Saint Saviour (Groove Armada), Liam Howe (Sneaker Pimps) ofl. Hún hefur samið tónlist í mörg ár, bæði fyrir sjálfa sig og aðra þar m.t. Sony.

katrin

Nú er Katrín að gefa út sína fyrstu plötu með frumsömdu efni og heitir platan „Heard It All Before.“ Hér fyrir neðan má heyra titillag plötunnar. Útgáfutónleikarnir fara fram á Gauknum þann 1. nóvember kl:21:00.

Miða í forsölu er hægt að kaua hér.

Katrínu má finna á Facebook, Twitter, Soundcloud, Instagram og Youtube undir nafninu IntroducingKat.

Comments are closed.