KATLA „KALDIDALUR“

0

katla 1

Katla er tónlistarlegt samvinnuverk Einars Elds Thorbergs Guðmundssonar og Guðmundar Óla Pálmasonar. Einar Eldur kannast margir við úr hljómsveitinni Fortíð og einnig Guðmund Óla fyrrum meðlim hljómsveitarinnar Sólstafir. Kapparnir eru nýbúnir að gefa út sitt fyrsta lag sem nefnist „Kaldidalur“ og ætla strákarnir einmitt að segja okkur söguna á bakvið lagið.


Einar: Grunnurinn að Laginu „Kaldidalur“ var samið á algeru „spur of a moment.“ Við vorum staddir í hljóðveri til þess að taka upp annað lag (sem er enn óútgefið) þegar við ákváðum að reyna að skella inn einu til viðbótar. Svona sirka klukkutíma síðar vorum við farnir að taka það upp. Á meðan ég var að taka upp gítara, þá fór Gummi á skrið með að vinna í texta. Það var þarna millikafli í laginu sem við vorum alls ekki sáttir við og klipptum út eftir á í hljóðvinnslunni. Þar kom Halldór Á. Björnsson upptökustjóri og töframaður inn og setti niður þessa epísku píanó og trompet útgáfu af viðlaginu. Við héldum upphaflega að við kæmust kannski upp með að gera sæmilega B hlið á vínyl útgáfu, en útkoman var miklu betri en við þorðum að vona. Virkilega gaman að heyra tónlist fæðast svona á staðnum án nokkurs undibúnings.

katla

Gummi: Eins og Einar segir fæddist þetta lag í stúdíóinu. Hitt lagið sem við vorum þá komnir langt á leið með er í hægari kantinum og við vorum sammála að okkur vantaði eitt meira „upbeat“ lag til að vega upp á móti því. „Kaldidalur“ var hugsað sem B hliðarlag á komandi sjötommu (sem hefur fengið heitið Ferðalok), en okkur varð snemma ljóst að þetta væri kjörið lag til að leifa fólki að heyra fyrst. Eins og Einar segir samdi ég textann á staðnum (og Einar skaut inn nokkrum línum), en ég var eiginlega með titilinn og konseptið tilbúið. Hitt lagið heitir „Dómadalur,“ og konseptið í lögunum er nokkurskonar „dauði á fjöllum“ eða um það að villast og verða úti í grimmri náttúru Íslands. Að hluta til er innblásturinn kominn frá vinnunni minni, en ég keyri túrista í súper jeppum yfir jökla, fjöll og ár fyrir Discover Iceland, en svo má auðvitað líka líta á þetta sem myndlíkingu, og þessvegna er lagið tileinkað bróðir okkar Atla Jarli, en við höfum allir þrír verið villtir á fjöllum hugsanna okkar.

Fylgist með Kötlu á:

Youtube.com

bandcamp.com

facebook.com

Comments are closed.