KAROLINA FUND TILNEFND TIL GLOBAL STARTUP AWARDS

0

karolina-fund-hopurinn

Íslenska hópfjármögnunarfyrirtækið Karolina Fund hefur fengið tilnefningu sem Best Social Enterprise hjá alþjóðlegu frumkvöðlaverðlaununum Global Startup Awards sem fram fer í dag í Kuala Lumpur í Malasíu þann 9. desember.

Tilnefningin kemur í framhaldi af því að Karolina Fund vann til verðlauna sem best Social Tech Startup á Íslandi og svo á Norðurlöndunum. Karolina Fund er tilnefnt í flokknum fyrir hönd Norðurlandanna. Styrktaraðilar keppninnar eru m.a. Facebook, Amazon, Google og Microsoft

gsa

Ástæða tilnefningarinnar er meðal annars þau miklu áhrif sem verkefni á vefnum hafa haft á samfélagið á Íslandi, auk þess að nú rekur Karolina Fund sambærilega vefi víða um heim. Til að mynda hefur Karolina Fund stofnað fyrirtækið Funde.no í Noregi þar sem Karolina Fund á helming í því félagi til móts við norska aðila. Nú þegar hefur Funde haft töluverð áhrif á norskt samfélag þar sem málshöfðun gegn Norska ríkinu vegna olíuborana í Norðursjó var fjármögnuð á Funde og hristi hressilega upp í norsku samfélagi. Þau lönd sem Karolina er með starfsemi í eru í dag Noregur, Danmörk, Finnland og Slóvenía.

Nokkrir af stofnendum Karolina Fund eru núna í Malasíu til þess að vera viðstaddir verðlaunaafhendinguna sem eins og áður sagði fer fram þann 9. desember í Kuala Lumpor.

https://www.karolinafund.com/

http://www.globalstartupawards.com/global-awards-finale

Skrifaðu ummæli