KARÓ SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „WOLFBABY“

0

KARO

Tónlistarkonan Karó hefur vakið talsverða athygli að undanförnu en hún sendi nýverið frá sér lagið „Wolfbaby.“ Karólína Jóhannsdóttir eins og hún heitir réttu nafni er tuttugu og eins árs og er frá Reykjavík, en daman ólst einnig upp í Dindee á Skotlandi. Lagið er samið og útsett í sameiningu við Loga Pedro og Les Fréres Stefson.

LOGI PEDRO

Lagið er virkilega flott og vel útsett og söngur Karó er óaðfinnanlegur, enda verður allt að gulli sem Logi kemur nálægt.

Fjallað hefur verið um lagið á mörgum af helstu popppressum heims eins og Clash Magazine og Wonkysensitive.blogspot.com svo fátt sé nefnt.

Comments are closed.