KARL HALLGRÍMSSON SENDIR FRÁ SÉR BREIÐSKÍFUNA „DRAUMUR UM KOSS“

0

KARL 2

Karl Hallgrímsson sendi frá sér breiðskífuna „Draumur Um Koss“ á dögunum en hann stendur sjálfur að útgáfunni. Á plötunni eru tíu lög og allir textarnir á plötunni eru eftir hann sjálfann nema eitt það er textalaust. Draumur Um Koss er önnur plata Karls en árið 2011 kom út platan Héðan Í Frá. Lögin voru tekin upp um síðustu páska í Hljóðveri.is og annaðist Jónas Björgvinsson upptökur. Þetta er virkilega vönduð og góð plata og greinilegt að nostrað var við hvert smáatriðið.

KARL
Á yngri árum hlustaði Karl mikið á Bítlana, Þokkabót, Trúbrot, Megas og Spilverk Þjóðanna en í dag er það kántrí og skandinavískt vísnapopp sem fær að fljóta um eyrun.
Tónlistin er margslungin og erfitt að segja hana einhvern ákveðin stíl en eitt er víst að hún er góð!

Comments are closed.