KARÍTAS HARPA, SALKA SÓL OG SIA Í EINA SÆNG

0

Tónlistarkonurnar Karítas Harpa og Salka Sól voru að senda frá sér glænýtt lag og myndband sem ber heitið „Sæla.“ Lagið er ábreiða af laginu vinsæla „My Love” með Áströlsku söngkonunni Sia.

Karítas Harpa sigraði The Voice Ísland í fyrra en að hennar sögn bjóst hún ekki við því og lýsti sigrinum sem „life changing!”

Karítas og Salka fara algjörlega á kostum í laginu enda báðar afburða söngkonur! Arnar Freyr Frostason íslenskaði textann og óhætt er að segja að honum hafi tekist afar vel til!

Skrifaðu ummæli