KANADÍSKA SÖNGKONAN OHARA OG HLJÓMSVEITIN WESEN TRYLLA LÍÐINN Á LOFT Í KVÖLD

0

ohara

Kanadíska söngkonan Ohara og íslenska rafpop sveitin WESEN spila á Loft, Bankastræti 7 í kvöld Fimmtudag 25 Ágúst.

Ohara er kanadísk söngkona frá Montréal listasenunni. Listasenan þar er fjölbreytt og lítríkt og höfum við fengið marga listamenn þaðan í gegnum Iceland Airwaves sem dæmi með nefna Sean Nicholas Savage, Mac Demarco og fleiri.

Ohara er einstök listakona. Hún nýtur röddina sína sem hljóðfæri og blandar viðkvæma tóna við undirleik gítarista og tölvutakta.

„Ohara’s music has the beauty of a paradox: it’s both slow and upbeat, both vulnerable and resilient, both gentle and assertive – her vocals float out into the room with a tender clarity.“ -NPR

Aðgangur er ókeypis og hefjast Tónleikarnir stundvíslega kl 21.00.

wesen 1

WESEN er Reykvísk hljómsveit skipuð af þeim Loga Höskuldssyni (Loji, Sudden Weather Change) og Júlíu Hermannsdóttir (Oyama). Tvíeykið spilar og syngur tilraunakennt rafpopp og lauk nýverið við sína fyrstu breiðskífu í samstarfi við Árna Rúnar Hlöversson (FM Belfast, Milkywhale). Platan nefnist Wall of Pain og mun koma út í Október 2016 hjá breska plötufyrirtækinu Hidden Trail Records. WESEN vakti mikla lukku á Airwaves 2015 og stefnir á að endurtaka leikinn í haust.

 

Comments are closed.