KAMPAVÍN, BLÖÐRUR OG TVÆR PLÖTUR Í EINNI

0

Nóg er um að vera hjá tónlistarkonunni Bara Heiðu en hún var að senda frá sér (ásamt bróður sínum Danimal) vínyl plötu og ekki nóg með það heldur var hún einnig að senda frá sér brakandi ferskt myndband! Vínyl platan er tvískipt en á einni hliðinni eru lög eftir Bara Heiðu og á hinni hliðinni eru lög eftir Danimal.

Hægt er á hlýða á hlið Bara Heiðu hér.

Hægt er að hlýða á hlið Danimal hér.

Tónlistarmyndbandið er við lagið „Amsterdam” en lagið rataði ekki inn á ofangreinda plötu, eingöngu vegna þess að platan hefði orðið of löng. Hér er á ferðinni frábær og skemmtileg plata og er myndbandið algjör snilld en það er Gary Donald sem á heiðurinn af því.

Skrifaðu ummæli