KALEO VORU HRIKALEGA FLOTTIR HJÁ JIMMY KIMMEL Í GÆRKVÖLDI

0

kimmel

Hljómsveitin Kaleo kom fram í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi og tóku þeir lögin „No Good.“ og „Way Down We Go“. Jimmy Kimmel er einn stærsti spjallþáttarstjórnandi bandaríkjanna og því ekkert slor að koma þar fram.

Sveitin er á stanslausri uppleið um þessar mundir og er hún á góðri leið með að verða ein stærsta hljómsveit heims! Íslensku strákarnir úr Mosfellsbæ eru nú á tónleikaferðalagi til að fylgja plötunni A/B eftir en á morgun koma þeir fram á Indie Jam 2016 í Oceanside í Kalíforníu.

Strákarnir voru hrikalega flottir á sviðinu hjá Jimmy Kimmel í gærkvöldi og fengu áhorfendurnir Íslenskt rokk beint í æð!

http://www.officialkaleo.com/

Comments are closed.