KALEO ÚTI Á ÍSJAKA Í NÝJU MYNDBANDI

0

kaleo1

Hljómsveitin Kaleo var rétt í þessu að senda frá sér glæsilegt myndband við lagið „Save Yourself.“ Myndbandið er tekið upp á Íslandi nánar tiltekið úti á ísjaka! Það tók 22 klukkustundir að skjóta myndbandið og var það alls ekki auðvelt! Rafmagnið var fengið úr tveim nærliggjandi bátum en ísjakinn fór töluvert á skrið eftir að rignt hafði töluvert.

kaleo-2

Jökull Júlíusson söngvari Kaleo segir að tökurnar hafi reynt ansi mikið á en sé algjörlega þess virði! Myndbandið smell passar laginu og er Ísland í algjöru aðalhlutverki.

„Save Yourself“ er tekið af plötunni A/B sem hefur verið að fá glimrandi viðtökur og dóma út um allan heim að undanförnu.

Comments are closed.