KALEO TRYLLTI TÓNLISTARGESTI COACHELLA NÚ UM HELGINA

0

Kaleo fór á kostum á tónlistarhátíðinni Coachella um helgina!

Eins og flestir íslendingar vita hefur hljómsveitin Kaleo farið sigurför um heiminn að undanförnu og ekkert lát virðist vera á vinsældum þeirra! Um helgina kom sveitin fram á tónlistarhátíðinni Coachella sem haldin er í Indio í Kalíforníu.

Jökull Júlísson var flottur á Coachella um helgina!

Kaleo var í hóp með ekki ómerkari listamönnum/konum eins og Radiohead, Lady Gaga og Kendrick Lamar svo fátt sé nefnt! Óhætt er að segja að íslenska sveitin hafi slegið í gegn á hátíðinni eða eins og blaðamaðurinn Skyler Gray hjá The Huffington Post orðar það

„And although artists delivered, one in particular seemed to absolutely blow their audience away, that being the Icelandic blues-rock band, Kaleo.“ – Skyler Gray

Stund á milli stríða á Coachella um helgina.

Kaleo menn voru í banastuði og ætlaði allt um koll að keyra þegar sveitin spilaði lagið „Way down we go.“ Frægðarsól piltanna frá Mosfellsbæ skýn afar skært um þessar mundir, en hvar þetta endar veit enginn!

Hér fyrir neðan má sjá myndband þar sem Kaleo tekur lagið Way Down we go á tónlistarhátíðinni Coachella nú um helgina.

http://www.officialkaleo.com

Skrifaðu ummæli