KALEO TAKA UPP MYNDBAND UPP Á JÖKLI

0
kaleo 4

Arnar Guðjónsson ásamt Kaleo í baksýn upp á Jökli.

Hljómsveitin Kaleo hefur heldur betur slegið í gegn að undanförnu úti í hinum stóra heimi. Platan A/B er nýkomin út og hefur hún fengið glymrandi dóma, Sveitin kom nýlega fram í spjallþætti Seth Myers og lagið „No Good“ hljómaði í sjónvarpsþáttunum Vinyl svo fátt sé nefnt.

kaleo 3

Sveitin er nú stödd hér á landi og sást til þeirra uppá Jökli við upptökur á nýju tónlistarmyndbandi. Lopapeysur, lopahúfur og þykkar úlpur koma við sögu enda mikill kuldi lengst uppá Jökli!

kaleo 6

Tónlistarmaðurinn og upptökustjórinn Arnar Guðjónsson (Leaves) (Aeronaut Studios) hefur verið hljómsveitinni innan handar og var hann að sjálfsögðu mættur á svæðið.

kaleo 1

Myndbandið lofar afar góðu enda er allt gott sem Kaleo koma að!

Hér fyrir neðan má sjá myndbandið við lagið  „Way Down We Go.“

Comments are closed.