KALEO SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG OG MYNDBAND

0

kaleo 2

Hljómsveitin Kaleo hefur verið að gera það ansi gott að undanförnu og óhætt er að segja að strákarnir séu á hraðri uppleið! Kaleo hafa verið búsettir í Texas undanfarna mánuði þar sem þeir eru að taka upp nýtt efni fyrir væntanlega plötu. Einnig hafa strákarnir verið að spila útum allan heim en íslendingar fá að berja þá augum 13. ágúst í nýju Laugardalshöllinni.

Kaleo voru rétt í þessu að senda frá sér glænýtt myndband og lag sem nefnist “Way Down We Go“.

kaleo out

Albumm.is náði í Jökul Júlíusson söngvara og gítarleikara Kaleo þar sem hann var staddur í Texas:

„Lagið er í gruninn blúslag og ég samdi það undir miklum áhrifum frá Delta blús. Upptökuferlið á laginu var nokkuð flókið þar sem að við notuðumst við upptökur sem við gerðum frá Íslandi, London og USA. Síðasta hálfa árið höfum við meira og minna verið á stöðugu tónleikaferðalagi og því þurft að hoppa inn í stúdíó hér og þar. Við fórum einnig nýverið og skutum live performance video við lagið í Þríhnúkagíg eldfjallinu. Við erum mjög ánægðir með útkomuna og hlökkum til að halda áfram að gefa út nýtt efni. Við erum síðan á leiðinni í stúdíó í Nashville í september til að halda áfram að vinna að næstu plötu“Jökull Júlíusson

kaleo hellir

Frábært lag hér á ferð og myndbandið hreint út sagt stórkostlegt!

http://www.officialkaleo.com/

https://instagram.com/officialkaleo

Comments are closed.