KALEO SENDIR FRÁ SÉR NÝTT LAG Í DAG SEM NEFNIST „I CAN´T GO ON WITHOUT YOU“

0

leo 1

Hljómsveitin Kaleo sendir í dag frá sér glænýtt lag og eins og fyrri lög er það algjör snilld! Lagið umrædda heitir „I Can´t Go On Without You“ og er lagið unnið í samvinnu við ekki ómerkari menn en Jacquire King og Andrew Scheps en þeir hafa unnið með hljómsveitum eins og Kings Of Leon, James Bay og Hozier svo fátt sé nefnt.

kaleo (1)

Kaleo eru á hraðri uppleið þessa dagana og svo virðist sem velgengni piltanna frá Mosfellsbæ ætli hvergi að taka enda. Lagið er enn einn smellurinn en það verður á væntanlegri plötu sveitarinnar sem margir bíða óþreyjufullir eftir!

Hækkið í botn og njótið gott fólk.

Comments are closed.