KALEO SENDIR FRÁ SÉR MYNDBAND VIÐ LAGIÐ „WAY DOWN WE GO“

0

Strákarnir í Kaleo koma heim í júní og ætla að reyna að halda eina tónleika ef tími gefst áður en þeir fara að túra Bandaríkin og Evrópu.

Hljómsveitin Kaleo er á blússandi siglingu um þessar mundir en fyrsta plata sveitarinnar sem ber heitið A/B kemur út 10. Júní næstkomandi. Í gær sendi sveitin frá sér glæsilegt myndband við lagið „Way Down We Go.“

Eins og flestir tónlistarunnendur vita er sveitin búsett í Texas í Bandaríkjunum og fer aðdáendahópur hennar sífellt ört stækkandi. Lög sveitarinnar hafa fengið að óma í kvikmyndum, tölvuleikjum og auglýsingum svo sumt sé nefnt, en mikil eftirvænting er eftir plötunni!

kaleo 5

Albumm náði í Jökul Júlíusson söngvara Kaleo og svaraði hann nokkrum spurningum.

Var myndbandið lengi í vinnslu og eru menn ekki hrikalega sáttir með útkomuna?

„myndbandið var skotið á nokkrum klukkutímum í stúdíói í Nashville. Við fengum að vita með þriggja daga fyrirvara eða svo að Bretlands markaður þyrfti að fá vídeó við lagið þar sem að það er búið að vera að taka vel við sér í Bretlandi. Við erum bara sáttir með útkomuna.“

búbba

Nú kemur breiðskífan A/B út 10. júní er ekki mikill stemmari fyrir því?

„við erum mjög spenntir að sjálfsögðu. þetta er í fyrsta skipti sem við gefum út plötu fyrir utan íslands strendur og það er búið að myndast mikil eftirvænting.“

KALEO

Hvað ber svo sumarið í skauti sér og fær Ísland að berja ykkur augum eitthvað á næstunni?

„Við erum í miðju festival seasoni hérna úti ef svo má að orði komast en við komum heim í júní og ætlum að reyna að vera með eina tónleika ef tími gefst. Annars er sumarið og í rauninni allt árið bókað aðallega í spilamennsku í Bandaríkjunum og Evrópu.“

Hægt er að forpanta plötuna á heimasíðu sveitarinnar: http://www.officialkaleo.com/

Myndbandið umrædda má sjá hér:

Fylgist nánar með Kaleo hér:

https://www.youtube.com/channel/UCXqJrBG563pZnaqLoxHjUDg?sub_confirmation=1

https://twitter.com/officialkaleo

https://www.instagram.com/officialkaleo/

Comments are closed.