KALEO MEÐ LAG Í NÝJUM SJÓNVARPSÞÆTTI MARTIN SCORSESE OG MICK JAGGER

0

kaleo 4

Hljómsveitin Kaleo hefur verið að gera það heldur betur gott að undanförnu en kapparnir hafa verið með annan fótinn í Bandaríkjunum að undanförnu. Sveitin er á samning hjá stórfyrirtækinu Elektra/Atlantic og það er á hreinu að Kaleo er á hraðri uppleið.

kaleo 3

Hljómsveitin á lag í nýjum sjónvarpsþáttum sem bera heitið Vinyl og eru gerðir af ekki ómerkari mönnum en Martin Scorsese og sjálfum Mick Jagger! Lagið umrædda heitir „No Good“ en einnig hljómar lagið yfir einum af aðal trailerum þáttanna.

ce3b87ab-ca63-43a6-86ea-bfa7d99fa6bc

Vinyl fjallar um Rokk og Ról bransann á sjöunda áratugnum í bandaríkjunum og óhætt er að segja að þeir líti vægast sagt spennandi út. Þættirnir verða frumsýndir í Bandaríkjunum 14. febrúar næstkomandi en þættirnir eru tíu talsins og verður einn sýndur í viku hverri. Tónlistin í þáttunum verður gefin út vikulega á Vinyl plötu og mun sú fyrsta líta dagsins ljós 12. febrúar næstkomandi.
Kaleo er alls ekki í slæmum félagsskap á fyrstu plötunni en hér má sjá lagalistann í heild sinni:

1. Ty Taylor – The World Is Yours
2. David Johansen – Personality Crisis
3. Kaleo – No Good
4. Sturgill Simpson – Sugar Daddy (Theme from Vinyl)
5. Ruth Brown – Mama He Treats Your Daughter Mean
6. Otis Redding – Mr. Pitiful
7. Dee Dee Warwick – Suspicious Minds
8. Mott the Hoople – All The Way From Memphis
9. David Johansen – Stranded In The Jungle
10. Chris Kenner – I Like It Like That
11. Ty Taylor – Cha Cha Twist
12. The Jimmy Castor Bunch – It’s Just Begun
13. Soda Machine – Want Ads
14. The Meters – Hand Clapping Song
15. Soda Machine – Slippin’ Into Darkness
16. Edgar Winter – Frankenstein
17. Nasty Bits – Rotten Apple
18. Foghat – I Just Want To Make Love To You

Jökull Júlíusson söngvari og gítarleikari Kaleo var staddur í Nashville, Tennessee þegar Albumm.is náði tali af honum.

Hvernig kom það til að þið voruð með lag í þáttunum og í trailernum?

Það kom til í lok nóvember þegar að Atlantic höfðu samband við okkur og sögðu mér að Mick Jagger og Martin Scorsese vildu nota lagið í þáttunum. Þeir höfðu þá heyrt rough mix af laginu og ég fékk um það bil þrjá daga til að fara inn í stúdíó og klára að syngja inn lagið og mixa það sem var smá vesen þar sem við vorum á miðjum túr og ég endaði á að hoppa inní stúdíó í Pittsburgh og við kláruðum mixið í New York tveim dögum seinna.

Eru menn ekki í skýjunum yfir þessu?

Jú, við erum mjög sáttir með útkomuna og virkilega gaman að finna viðbrögðin við laginu.

Hvernig tilfinning er það að vita af því að Martin Scorsese og Mick Jagger viti hverjir þið eruð?

Það er frekar skemmtilegt. Við fréttum einmitt líka að Jimmy Page hafi verið að hlusta á Kaleo um daginn. Það er frekar súrealískt þar sem að við erum allir miklir aðdáendur bæði Stones og Zeppelin. Þá sérstaklega Zeppelin.

Hvað eru Kaleo menn að bralla þessa daganna?

Við erum eins og er í Nashville, Tennessee að leggja lokahönd á plötu sem við stefnum á að komi út í vor. Síðan förum við á okkar fyrsta headline túr í febrúar og það er nú þegar búið að seljast upp á tónleika í LA, NY o.fl svo að það er mjög spennandi.

kaleo tour

Hér má sjá trailerinn við sjónvarpsþættina Vinyl þar sem lagið „No Good“ með Kaleo hljómar undir.

Lagið í heild sinni hér:

Comments are closed.