KALEO KOM FRAM Í SPJALLÞÆTTI SETH MYERS

0

kaleo 3

Eins og flestir tónlistarunnendur vita er hljómsveitin Kaleo á hraðri uppleið en fyrir nokkrum dögum sendi sveitin frá sér sína fyrstu plötu á erlendri grundu. A/B nefnist platan og hefur hún fengið framúrskarandi viðtökur. Trónir nú platan í fyrsta sæti á lista Itunes yfir jaðartónlist og það í átta löndum, alls ekki slæmur árangur það.

kaleo 2

Kaleo kom fram í bandaríska spjallþættinum Late Night With Seth Myers í gærkvöldi en hann er einn vinsælasti þáttarstjórnandi bandaríkjanna. Hvar endar þetta veit enginn en eitt er þó fyrir víst að strákarnir frá Mosfellsbæ eru á góðri leið með að sigra heiminn!

kaleo1

Mosfellingarnir verða á farlaldsfæti í allt sumar en nú þegar hafa nokkrum tónleikum verið aflýst vegna særindi í háls söngvarans. Næstu tónleikar verða þann 15. Júlí á tónlistarhátíðinni Pemberton Music Festival í Kanada. Hægt er að skoða tónlekkaferð sveitarinnar hér: http://www.officialkaleo.com/tour

Hér fyrir neðan má sjá Kaleo spila lagið „Way Down We Go“ í bandaríska sjónvarpsþættinum Late Night With Seth Myers í gærkvöldi.

http://www.nbc.com/late-night-with-seth-meyers/video/kaleo-performance-way-down-we-go/3051130

Comments are closed.