KALEO GERÐU ALLT BRJÁLAÐ Í SPJALLÞÆTTI JAMES CORDEN

0

Hljómsveitin Kaleo heldur áfram sigurgöngu sinni um heiminn en sveitin koma fram í spjallþættinum The Late Late Show with James Corden. Þátturinn er gríðarlega vinsæll en ásamt Kaleo voru Amanda Peet, Max Minghhella og Kal Penn gestir þáttarins.

Kaleo tóku lagið „No Good“ og óhætt er að segja að gestir þáttarins hafa tekið afar vel í íslensku piltana! Jökull Júlíusson skartaði íslensku landsliðstreyjunni í fótbolta en einnig mátti sjá mynd af íslandi á sviðinu. Drengirnir eru á hraðri siglingu um þessar mundir og eru á góðri leið með að leggja heiminn að fótum sér.

 

Skrifaðu ummæli