KALEO Í FYRSTA SÆTI ALTERNATIVE BILLBOARD LISTANS Í AMERÍKU

0

kaleo

Hljómsveitin Kaleo er heldur betur að sigra heiminn en sveitin náði í gær toppsæti Alternative Billboard  listans í Ameríku með laginu „Way Down We Go.“ Þetta mun vera í þriðja sinn sem hljómsveit nær efsta sæti með sinni fyrstu útgáfu og telst þetta vera virkilega glæsilegur árangur!

kaleo 2

Síðan árið 2012 hafa einungis fimm erlendar sveitir (ekki Amreískar) náð toppsæti listans og er hún því komin í hóp með hljómsveitum eins og Coldplay og Foals svo fátt sé nefnt.

kaleo

Kaleo sendi fyrir skömmu frá sér breiðskífuna A/B. Platan hefur fengið stórkostlegar viðtökur en sveitin fékk gullplötu í Kanada sem telst hreint út sagt stórkostlegt. 

Það er á hreinu að drengirnir eru að ná nýjum hæðum í vinsældum og gaman verður að fylgjast með þessarri frábæru sveit!

Comments are closed.