„Kaldar og erfiðar aðstæður – Love it”

0

Róbert Orri Stefánsson er einn fremsti surfari landsins og þó víðar væri leitað en fyrir skömmu sendi hann frá sér glænýtt myndband! Róbert flutti ungur til Afríku og kynntist hann surfinu þar. Kappinn segir að surf á Íslandi sé í miklu uppáhaldi enda kalt og erfiðar aðstæður!


Hvenær byrjaðir þú að sörfa og hvernig kom það til?

Ég var það heppin að foreldrar mínir fluttu til Afríku þegar ég var lítill og áttum heima við ströndina fyrir framan geggjaða öldu sem heitir thick lip. Ég og eldri bróðir minn nýttum okkur þá tækifærið og lærðum að surfa!

Hvar er best að sörfa og hvað er það við sörfið sem heillar þig?

Erfitt að segja maður, það eru bara svo margir góðir surf staðir í heiminum, Indónesía hefur heillað mig yfir árin, ef ég ætti að benda puttanum í einhverja átt. það er bara snilld að ræda í náttúrinni, með góðum vinum og hafa gaman af því að vera í núinu . Vatn er svo sérstakt element, feeling the rythim of the universe!

Þú varst að senda frá þér brakandi ferskt myndband, hvar er það tekið upp og er það búið að vera lengi í vinnslu?

hún er tekin hérna heima um vetur, langaði gera aðra stuttmynd. Ég var ekkert búinn að filma í smá tíma og það var bara komin tími á nýja mynd.

Hvernig er að sörfa á Íslandi og nenna menn alltaf að demba sér í kaldann sjóinn?

Ísland er einn uppáhalds surf staðurinn minn , kaldar erfiðar aðstæður, he he love it!

Hvað er á döfinni hjá þér og eitthvað að lokum?

Ég er að vinna og safna fyrir næstu surf ferð og ætla gera nýja surf mynd!

 

Skrifaðu ummæli