KAJAK SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ WAKE UP

0

kajak

Hreinn Elíasson og Sigurmon Hartmann Sigurðsson skipa hljómsveitina Kajak en þeir voru að senda frá sér lagið Wake Up. Þetta er síðasta lagið á fyrstu útgáfu sveitarinnar Children Of The Sun sem einnig inniheldur lögin Gold Crowned Eagle og Indiana sem hafa átt góðu gengi að fagna á útvarpsstöðvum landsins. Kapparnir hafa verið iðnir við að gera tónlist fyrir kvikmyndir en þeir gerðu meðal annars tónlist fyrir Íslenska norðurljósamyndina Iceland Aurora og fyrstu 4K kvikmynd landsins. Trommari er genginn til liðs við bandið þannig það má búast við enn meira stuði á tónleikum!

 

Comments are closed.