Kafbátamúsík loksins fáanleg á vínyl

0

Í ár eru 20 ár síðan Kafbátamúsík, fyrsta plata rokksveitarinnar Ensími kom út eða í október 1998 og er löngu orðin sígild í heimi rokktónlistar á Íslandi. Í fyrra stóð Rás 2 fyrir skoðannakönnun um það hver væri besti frumburður íslensks tónlistarmanns eða hljómsveitar.  Kafbátamúsík var þar meðal þeirra tíu bestu. Í tilefni af þessum tímamótum, þá kemur platan nú út í fyrsta skipti á vínylformi.

Hljómsveitina skipuðu á þessum tíma þau Hrafn Thoroddsen (söngur og gítar), Franz Gunnarsson (gítar og söngur), Jón Örn Arnarson (trommur), Kjartan Róbertsson (bassi) og Oddný Sturludóttir (hljómborð og söngur).

Ensími mun fylgja útgáfunni eftir með tónleikahaldi sem auglýst verður síðar!

Skrifaðu ummæli