KÁ-AKÁ SENDIR FRÁ SÉR LAGIÐ „HARKA NORÐURSINS“

0

KÁ-AKÁ

Halldór Kristinn Harðarsson eða Ká-Aká eins og hann kallar sig er 22 ára Akureyringur en hann var að senda frá sér sitt annað lag. Lagið heitir „Harka Norðursins“ og fjallar lagið um hanns eigið líf og hvað hann gerir dags daglega.

Lagið er unnið af þeim Togga Nolem en Joe Frazier sá um taktinn og er útkoman virkilega skemmtileg. Elvar Örn Egilsson sá um myndbandsgerðina en þar sést Ká-Aká (Halldór) í hinum og þessum æfingasölum ásamt bardagamönnum og kraftajötnum.

Það er meira á leiðinni frá Ká-Aká þannig fylgist með gott fólk!

Comments are closed.