K. FENRIR GEFUR ÚT PLÖTUNA 25 YEARS LATER

0

k fenrir 2

Í æsku kynntist K. Fenrir kvikmyndum David Lynch, en fyrir táningsárin horfði hann á Lost Highway, mikið til vegna áhuga á tónlistinni í myndinni. Þrátt fyrir að kvikmyndin sjálf hafi ekki skilið mikið eftir í það skiptið, hugsanlega sökum aldurs, varð hún þó til þess að K. Fenrir varð áhugasamur um að kynna sér önnur verk Lynch frekar. Næsta mynd sem varð fyrir valinu var Mulholland Drive, og eftir að hafa séð hana óx áhuginn frekar.

k fenrir

Í gegnum árin hefur sjónvarpsþáttaröðin Twin Peaks hlotið svokallaðan költ status og er hugsanlega, að mati K. Fenris, áhugaverðasta kvikmynda-og sjónvarpsverkefni allra tíma og hefur gegnt stóru hlutverki sem innblástur í tónlistarsköpun K. Fenris, bæði beint og óbeint. Nýjasta útgáfa hans, 25 Years Later, er önnur útgáfa sem hann kemur nálægt þar sem innblásturinn og sköpunarefnið er sótt í Twin Peaks. Hin fyrri var split útgáfan Without Chemicals, He Speaks… A Tribute to Twin Peaks ásamt Glimlicht og Angellis Taliuu, en 25 Years Later er hins vegar sólóútgáfa.

Eins og fyrr er sjónum beint að The Black Lodge, en nú er kafað dýpra í myrkrið og óreiðuna sem þar býr. Á útgáfunni er að finna 6 lög þar sem noise og dark ambient mætast, og hvert þeirra fókusar á eitt ákveðið atriði sem tengist The Black Lodge.

25 Years Later er nýjasta útgáfa K. Fenris í röð stafrænna sjálf-útgefinna útgáfna, og líkt og á þeim fyrri er fókusað á það óþægilega, þunga og drungalega.

Comments are closed.