JUSTIN BIEBER OG DJ STRIKE ÚR DE LA SOUL ERU MEÐAL ÞEIRRA SEM HAFA SÉST Í COLDEST

0

Jóel Bjarni er 13 ára fatahönnuður en hann  er höfuðið á bakvið fatamerkið Coldest Clothing. Jóel er búsettur í London en hugmyndin að Coldest kviknaði þegar hann fann ekki derhúfu við sitt hæfi.

Mörg nöfn komu til greina en Coldest varð fyrir valinu og  þýðir það á götumáli „sá allra besti!“ Albumm.is náði tali af Jóel og svaraði hann nokkrum spurningum um Coldest.


Hvenær var Coldest stofnað og hvernig kom það til?

Hugmyndin kom upp 2015 þegar ég var að leita að flottri derhúfu í krakka stærð en fann engar nema með barnalegum merkjum eins og Spiderman og þannig. Þá fékk ég þá hugmynd að hanna mína eigin. Í byrjun 2016 var ég kominn með nafnið Coldest og derhúfur í framleiðslu.

Afhverju heitir þetta Coldest og hver er hugmyndin á bakvið nafnið?

Ég var búinn að skrifa niður fullt af orðum og Coldest varð fyrir valinu. Það er street talk og þýðir „sá allra besti.“ Þannig að þegar viðkomandi er í fatnaðinum er hann að segja að hann sé svalur.

Coldest er orðið talsvert áberandi og þetta sést víða, hvert viltu taka merkið og hvar sérðu það eftir fimm ár?

Coldest hefur vakið mikla athygli bæði á Íslandi og erlendis. Í fyrra fór ég á Secret Solstice og derhúfurnar voru mjög áberandi þar. Margir frægir sáust með derhúfurnar, þar á meðal Lady Leshurr, Section Boys, Gísli Pálmi, Tiny, DJ Yamaho og fleiri. Síðan þá hafa sést í Coldest: Justin Bieber, Giggs, Dj Strike úr De La Soul, Aron Can, Helgi í Úlfur Úlfur, Orri í Sigurrós, DJ Agzilla, Emmsé Gauti, YouTuberinn TBJZL og fleiri,

Um næstu helgi mun ég mæta aftur á hátíðina og að þessu sinni með eigin sölubás þar sem ég mun kynna og selja Coldest. Ég vonast til að halda áfram að bæta vörum í merkið og koma þeim í verslanir um heiminn.

DJ Strike

Hvaða vörur eru nú í boði hjá Coldest og er eitthvað meira væntanlegt?

Fyrir ári var Coldest aðeins með svartar og bleikar derhúfur í tveimur stærðum en í dag er hægt að kaupa peysur, buxur, boli, húfur, bakpoka og sundtöskur og hentar allt báðum kynjum. Coldest fæst bæði í barna og fullorðins stærðum.

Hvað ber sumarið í skauti sér og eitthvað að lokum?

Það er margt spennandi framundan, Secret Solstice um næstu helgi, tvö skólaferðalög í júlí, annað til Wales og hitt til Barcelona, svo í ágúst er 3 vikna summer camp og svo vika í Hollandi. Annars bara rólegt.

coldestclothing.com

Instagram

Twitter

Skrifaðu ummæli