JÚNÍUS MEYVANT VINNUR AÐ SINNI ANNARRI BREIÐSKÍFU – FORSALA ER HAFIN

0

Ljósmynd: Guðmundur Kristinn Jónsson.

Tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant er búinn að stimpla sig inn í hljóðverið og er byrjaður að taka upp sína aðra breiðskífu sem mun fylgja á eftir frumburði hans „Floating Harmonies“ sem kom út árið 2016. Upptökur hófust um miðjan janúar mánuð og er stefnt að því að platan verði tilbúin í lok mars á þessu ári en stefnt er að útgáfu í haust.

Ljósmynd: Guðmundur Kristinn Jónsson.

Júníus Meyvant hefur þegar hafið forsölu „beint frá býli“ í gegnum Pledgemusic þar sem aðdáendum gefst kostur á að forpanta eintak af nýju plötunni ásamt öðrum gripum í takmörkuðu upplagi s.s. litaðan vínyl eingöngu fáanlegan í þessari forsölu, handskrifuð textablöð, nafnið sitt í þakkarlista plötunnar, málverk og margt fleira.

Þá munu þeir sem forpanta eintak af plötunni fá svokallaðan „AccessPass“ aðgang að lokaðri síðu á Pledgemusic þar sem munu berast reglulegar uppfærslur úr hljóðverinu s.s. ljósmyndir, myndbönd og jafnvel tóndæmi af nýju efni í vinnslu.

Upptökur fara fram í Hljóðrita í Hafnarfirði, upptökumaður er Guðmundur Kristinn Jónsson.

Skrifaðu ummæli