JÚNÍUS MEYVANT SLÓ Í GEGN Á HRÓARSKELDU

0

júníus-Roskilde jpeg

Júníus Meyvant var einn af mörgum listamönnum sem kom fram á Hróarskeldu hátíðinni. Vestmannaeyingurinn kom fram á Pavilion sviðinu fyrir framan 2500 áhorfendur og færri komust að en vildu. Hann kom einnig fram í litlu hjólhýsi á vegum Nordic Playlist þar sem hann tók upp myndband við lagið „Pearl In Sandbox.“

júníus meyvant 2

Nordic Playlist er vefsíða með það markmið að kynna norræna tónlist fyrir heiminum. Þannig mæla tónlistarmenn frá Norðurlöndum með uppáhalds lögunum sínum. Meðal þeirra sem hafa sett saman Nordic Playlist eru Of Monsters And Men, Zara Larsson, Lykke Li og Trentemøller ásamt fleirum.

„Ég fékk innblástur frá manni sem ég þekki sem hefur farið tvisvar sinnum í fangelsi. Lagið er einskonar afsökunarbréf til fjölskyldu hans, af því stundum er gott að fá einhvern annan til að biðjast afsökunar fyrir sig vegna þess að stundum hefur maður brennt brýr að baki sér og slíkt. Þannig þetta er einhverskonar myndlíking… þú ert of dofinn til að gráta og of dofinn til að hlæja. Þú ert bara..“ – Júníus Meyvant

http://juniusmeyvant.com/

https://twitter.com/juniusmeyvant

Comments are closed.