JÚNÍUS MEYVANT Á LEIÐ Í LANGA TÓNLEIKAFERÐ UM EVRÓPU OG SENDIR FRÁ SÉR NÝTT MYNDBAND

0
meyvant

„Fyrsta breiðskífa Júníusar kemur út 8. júlí næstkomandi og hefur hún hlotið nafnið Floating Harmonies.“

Óhætt er að segja að síðustu tvö ár hafa verið gæfurík fyrir tónlistarmanninn Júníus Meyvant. Vestmanneyingurinn Júníus sem heitir réttu nafni Unnar Gísli Sigmundsson sendi í fyrra frá sér sína fyrstu þröngskífu og vakti hún mikla lukku hérlendis sem og í Skandinavíu. Júníus var tilnefndur til Íslensku tónlistarverðlaunanna sem besti söngvari ársins í fyrra og hlaut einnig tilnefningu fyrir besta lagið. Júníus var einnig iðinn við tónleikahald á Íslandi sem og á erlendri grundu í fyrra og mun ekki slá slöku við í ár.

meyvant 2

„Júníus hefur ásamt fylgdarliði sínu lokið við skipulagningu á tónleikaferð um Evrópu í september næstkomandi.“

Þröngskífa Júníusar er samnefnd og inniheldur tvö af vinsælari lögum Júníusar sem allmargir landsmenn þekkja.  Skífunni var vel tekið af hlustendum Rásar 2 og var einnig tekið vel í hana af útvarpsstöðvum á borð við KEXP, Radio X, BBC Radio London og Amazing Radio.

Fyrsta breiðskífa Júníusar kemur út 8. júlí næstkomandi og hefur hún hlotið nafnið Floating Harmonies.  Út er komin smáskífan Neon Experience sem hefur notið töluverðra vinsælda.

Júníus hefur ásamt fylgdarliði sínu lokið við skipulagningu á tónleikaferð um Evrópu í september næstkomandi. Alls eru tónleikarnir átján talsins, víðsvegar í Evrópu.

Einnig er komið út lifandi myndband við lagið „Neon Experience“ sem tekið var upp í Stúdíó Sýrlandi á síðasta ári. Tónlistarmyndband er væntanlegt við lagið síðar í þessum mánuði.

Hér má sjá dagsetningarnar fyrir tónleikaferð Júníusar:

Dags.     Hvar                                  Tónleikastaður

Sep 2     Berlin, DE                            Privatclub

Sep 3     Gdansk, PO                          Soundrive Fest

Sep 4     Dresden, DE                        Sound Of Bronkow Festival

Sep 5     Prague, CZ                            La Loca

Sep 6     Vienna, AT                           Chelsea

Sep 7     Munich, DE                          Ampere

Sep 9     Hamburg, DE                      Nochtspeicher

Sep 10   Copenhagen, DK                Jazzhouse

Sep 12   Aarhus, DK                           Radar

Sep 14   Groningen, NL                     Vera

Sep 15   Amsterdam, NL                   Bitterzoet

Sep 16   London, UK                          Bush Hall

Sep 17   Bristol, UK                             Louisiana

Sep 18   Glasgow, UK                         Broadcast

Sep 19   Manchester, UK                   Gullivers

Sep 21   Paris, FR                                La Boule Noir

Sep 22   Brussels, BE                          Live Europe

Sep 23   Zurich, CH                             Bogen F

http://juniusmeyvant.com/

https://twitter.com/juniusmeyvant

Comments are closed.