JÚNÍUS MEYVANT KEMUR FRAM Á HRÓARSKELDU Í ÁR

0

Meyvant 2

Nú fyrir stundu sendi Roskilde Festival út tilkynningu með öllum þeim flytjendum sem koma fram á hátíðinni í ár. Þar á meðal var tónlistarmaðurinn Júníus Meyvant tilkynntur, en hann kemur fram á fimmtudeginum í Pavilion tjaldinu. Hann er því eini íslenski flytjandinn sem kemur fram á hátíðinni eftir að hún er formlega hafin á miðvikudeginum.

Júníus Meyvant cover

Ljósmynd: Sigríður Unnur Lúðvíksdóttir

Kappinn hefur heldur betur slegið í gegn með lögunum eins og „Color Decay“ og „Hailslide“ og má svo sannarlega búast við gríðarlegri stemmingu í Pavilion Tjaldinu.

Framundan hjá Júníusi Meyvant er hans fyrsta breiðskífa sem verður tilkynnt á allra næstu dögum, létt spilamennska hér heima og úti en í haust verður mikið um tónleikaferðalög.

Aðrir flytjendur sem voru tilkynntir í dag með lokadagskránni eru Neil Young, Grimes, Santigold og fleiri.

Hægt er að sjá dagskrá Hróarskeldu hér.

Hér að neðan má sjá upptöku frá KEXP

Comments are closed.