Júníus Meyvant á blússandi siglingu – nýtt lag og plata væntanleg

0

Eftir vel heppnaða fyrstu útgáfu sína árið 2016 og margar tónleikaferðir um Evrópu og Bandaríkin snýr Júníus Meyvant aftur með nýja breiðskífu, Across The Borders sem kemur út þann 9. Nóvember næstkomandi.

Across The Borders var hljóðrituð hér á landi í Hljóðrita í Hafnarfirði en Guðmundur Kristinn Jónsson (Kiddi Hjálmur) var á tökkunum og sá um hljóðblöndun.

Fyrsta lagið sem við fáum að heyra af nýju plötunni ber heitið „High Alert” og er hér er á ferðinni afar upplífgangi síðsumar smellur sem sýnir nýja hlið á Júníusi.

„Upphafið að þessu lagi hófst þegar ég var að gutla á gítarinn við trommulúppu úr gömlu hljómborði. Út kom þetta gítarriff og þetta rokklag. Síðar bættist við þessi 70’s kvikmyndabrass lína“ Júníus Meyvant.

Júníus Meyvant mun koma fram á Iceland Airwaves hátíðinni í Nóvember hér á Íslandi. Þá er á dagskrá að kynna nýju plötuna hér heima sem ytra en stærri tónleikaferðir hans munu ekki hefjast fyrr en snemma á næsta ári.

Juniusmeyvant.com

Skrifaðu ummæli