JÚLÍA FLÝGUR UM Á SÍMA Á MEÐAN LOJI SÖRFAR

0

wesen-2

Hljómsveitin Wesen sendi á dögunum frá sér glæmýtt lag og myndband sem nefnist Beach Boys. Júlía Hermannsdóttir og Loji Höskuldsson skipa sveitina Wesen en þeirra fyrsta plata kemur út um miðjan Október næstkomandi.

Sveitin hefur verið að vekja á sér talverða athygli að undanförnu enda ekki furða þar sem grípandi laglínur og heillandi hljóðheimur grípur hlustandann á augabragði.

wesen

Beach Boys er afar rólegt lag sem einkennst af fallegum hljóðum og grípandi söng! Myndbandið er einkar skemmtilegt en þar má sjá Júlíu fljúga um á síma og Loji þýtur sér um á sörfbretti svo fátt sé nefnt.

Comments are closed.